Persónuverndarstefna
Dyraveröld.is hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika og öryggi persónuupplýsinga. Nær stefnan til persónuupplýsinga er varðar viðskiptavini og birgja sem og aðra einstaklinga sem félagið er í samskiptum við. Dyraveröld.is leitast við að fylgja að fullu lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (nr. 90/2018).
Í flestum tilfellum eru viðskiptavinir Dyraveröld.is einstaklingar en kunna þó einnig að vera lögaðilar. Helstu upplýsingar sem safnað er eru t.d. samskiptaupplýsingar og samskiptasga, kennitala,símanúmer og kaupsaga. Auk framangreindra upplýsinga kunnum við einnig að safna og vinna aðrar upplýsingar látnar í té sem nauðsynlegar eru vegna starfsemi félagsins.
Í öryggisskyni er notast við rafræna vöktun (myndavélaeftirlit) í verslun okkar.
Dyraveröld.is getur breytt persónuverndarstefnu sinni og er þá uppfærð útgáfa birt hér.